AÐSTAÐAN

Golfskáli Siglógolf opnar í júlí um mánuði á eftir vellinum sjálfum.  Þar verður tekið við vallargjöldum og boðið upp á léttar veitingar frá Rauðku hf.  Svo er tilvalið að gista og láta dekra við sig á Sigló hóteli, njóta veitinga á Sunnu eða Hannes Boy og kíkja í kaffi á Kaffi Rauðku við smábátahöfnina. 

 
 
sunna.jpg

Sannkölluð veisla á Sunnu

Veitingastaðurinn er nefndur eftir húsakynnunum sem stóðu þar í síldarævintýrinu mikla á Sigló og er útsýnið yfir höfnina yndislegt úr salnum. Þeir sem vilja gera vel við sig í mat og drykk eftir golfið velja gæðin og matinn á Sunnu fyrir svefninn.

SHRoom.jpg

Dekur á Sigló Hótel

Sigló hótel skartar 68 herbergjum sem öll hafa útsýni til sjávar. Hótelið er allt hið glæsilegasta og hefur hvergi verið til sparað að gera það sem best úr garði. Það er flaggskip norðlenskra hótela, án þess að á nokkurt þeirra sé hallað, enda hvergi slegið af kröfunum við byggingu þess og næturgistingin því frábær upplifun fyrir bæði kylfinga og aðra.

Hannesboy (51).jpg

Ferskt og fljótt á Hannes Boy

Veitingastaðurinn Hannes Boy er í skærgula húsinu við smábátahöfnina á Siglufirði. Staðurinn býður uppá notalegt umhverfi við arineld. Hann er tilvalinn fyrir þá sem vilja njóta léttra, ferskra og fljótlegra veitinga í nýstárlegu umhverfi, en hönnun staðarins einstök og hentar fjölskyldufólki einkar vel

kaffiraudka.JPG

Kaffi og kaka á Rauðku

Kaffihúsið Rauðka í rauða húsinu við smábátahöfnina býður upp á léttan matseðil við flestra hæfi. Á sumrin er hægt að spila strandblak, minigolf og risaskák á útisvæði Rauðku og er hann því, rétt eins og Hannes Boy hentugur öllum fjölskyldum. Áhersla er lögð á fjölbreyttan kaffihúsaseðil og því tilvalið að bregða sér á Rauðku milli hringja.