Úrslit Benecta Open

untitled shoot-7103.jpg

24 lið tóku þátt Benecta Open síðastliðin laugardag. Veðrið lék svo sannarlega við þáttakendur mótsins en sól og logn var nánast allan tíman er golfarar voru á vellinum. Það var gaman að sjá halarófuna þegar haldið var frá skálanum en ræst var út á öllum teigum. Völlurinn var í flottu standi og það verður að gefa vallarstjóra klapp á bakið fyrir hans framtak. Við þökkum keppendum fyrir þáttökuna, SiglóHótel og Rauðku fyrir vinningana og svo bara held ég veðurguðinum fyrir að hafa hlustað á mótsnefndina.

Hér að neðan má sjá úrslit í Benecta Open
Nánadarverðlaun hlutu:

Hola 6 : Sigurbjörn Þorgeirsson GFB – 2,62 m
Hola 7 : Ingvar Kristinn Hreinsson GKS – 85 cm
Hola 9 : Jóhann Már Sigurbjörnsson GKS – 1,82 m

1 sæti og niður : Nafn á lið – keppendur - skor

1. Gang 88 : Jóhann Már Sigurbjörnsson og Sindri Ólafsson – 64 högg
2. Ok allt í lagi : Anton Ingi Þorsteinsson og Lárus Ingi Antonsson - 67 högg (betri seinni 9)
3. Þetta vera allt í lagi : Jason James Wight og Óskar Páll Valsson – 67 högg 
4. Tveir á toppnum : Þröstur Ingólfsson og Kári Arnar Kárason – 67 högg (verri á seinni 9)
5. Pandemic : Auðunn Aðalsteinn Víglundsson og Ásmundur Baldvinsson – 68 högg
6. SogS : Sigurður Jónsson og Sólveig Sigurjónsdóttir – 68 högg
7. Dallas : Gústaf Adolf Þórarinsson og Marsibil Sigurðardóttir – 69 högg
8. Tíkallinn : Helgi Barðason og Friðrik Hermann Eggertsson – 69 högg
9. HIK : Ingvar Kristinn Hreinsson og Kári Freyr Hreinsson – 69 högg
10. Möllers : Elvar Ingi Möller og Jóhann Möller – 70 högg
11. Benda : Benedikt Þorsteinsson og Hulda Guðveig Magnúsardóttir – 70 högg
12. BS : Sævar Örn Kárason og Bryndís Þorsteinsdóttir – 70 högg
13. ATS : Fylkir Þór Guðmundsson og Matthea Sigurðardóttir – 71 högg
14. Frímanns : Jósefína Benediktsdóttir og Þorsteinn Jóhannsson – 72 högg
15. Team Sara : Sara Sigurbjörnsdóttir og Sigurbjörn Þorgeirsson – 72 högg
16. Hamarsmenn : Dónald Jóhannesson og Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson – 73 högg
17. KS-64 : Guðmundur Stefán Jónsson og Soffía Björg Sigurjónsdóttir – 73 högg
18. ÓHK : Ólína Þórey Guðjónsdóttir og Ólafur Haukur Kárason – 74 högg
19. Já, nú veit ég ekki : Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson og Hilmir Gunnar Ólason – 74 högg
20. TEAM RM : Ragnar Pétur Hannesson og Margrét Sigurbjörnsdóttir – 75 högg
21. Tíund : Hanna Björnsdóttir og Gunnar Reynir Pálsson – 77 högg
22. L25 : Kristján L Möller og Oddný Jóhannsdóttir – 78 högg
23. Út og suður : Jóhanna Þorleifsdóttir og Hallgrímur Sveinn Vilhelmsson – 82 högg
24. Mó : Magnús Magnússon og Ómar Guðmundsson – 87 högg

Golfvöllurinn á Sigló á endurheimtu landi

molin.jpg
untitled shoot-6154.jpg

Uppbygging nýs golfvallar á Siglufirði er skólabókardæmi um hvernig má endurheimta land sem gengið hefur verið á, segir golfvallarhönnuðurinn Edwin Roald Rögnvaldsson. Hann hannaði þennan fyrsta flokks níu holu golfvöll á Siglufirði sem hefur verið tekinn í notkun eftir tæplega áratuga byggingarferli í Hólsdal í botni Siglufjarðar.

„Völlurinn er gerður á malarnámu og snerist uppbyggingin um að græða dalinn upp og nýta til afþreyingar en hann var orðinn eitt flakandi sár,“ lýsir Edwin og hvernig ófrágengin málarnáman hafi raskað ármótum tveggja áa svo sjóbleikja gat ekki lengur synt upp árnar. „Við hönnuðum þann hluta vallarins sérstaklega til þess að framkvæmdirnar við völlinn myndu laga þetta vandamál og bleikjan gæti sem fyrr gengið upp ána.“

Edwin telur að ef að ekki væri fyrir golfvallarhugmyndina á Siglufirði í botni fjarðarins væri að öllum líkindum ennþá malarnáma á svæðinu. „Því það er hægara sagt en gert að sannfæra sveitarfélög um að leggja fé í að ganga frá gömlum námum þegar mörg verkefni bíða. Golfvöllur eykur hins vegar lífsgæði íbúa og gerð hans fegrar svæði sem áður var ósómi af.“

Klúbbhús tekið í notkun síðar í sumar

Uppkast af SiglóGolf skálanum í Hólsdal eins og hann kemur til með að líta út fullbúinn

Uppkast af SiglóGolf skálanum í Hólsdal eins og hann kemur til með að líta út fullbúinn

Glæsilegur 120 fm golfskáli vallarins verður formlega opnaður síðar í sumar. Húsið stendur hátt og er útsýnið því afar gott, bæði yfir völlinn og út Siglufjörð. Byggingafélagið Berg reisir húsið.

Egill Rögnvaldsson vallarvörður segir mikla spennu á Siglufirði fyrir opnun golfvallarins og ekki síst nýja klúbbhússins í Hólsdal í botni Siglufjarðar. „Um mánaðamót júlí og ágúst verður aðstaðan orðin til fyrirmyndar. Það gengur ljómandi vel að reisa skálann. Nú í lok maí hafa sökklarnir verið steyptir upp og byggingin á áætlun eins og komið er,“ segir hann.

„Við erum stolt af þessari nýju aðstöðu til golfiðkunar á Siglufirði,“ segir hann.

Golfvöllur Siglfirðinga opinn

Glænýr golfvöllur Siglufjarðar hefur nú verið opnaður þótt formleg opnun hans verði um mánaðamótin júní júlí. Völlurinn kom afar vel undan vetri. Það staðfestir vallarvörðurinn Egill Rögnvaldsson. Völlurinn sem hefur verið í áratug í undirbúningi og uppbyggingu, er fyrsta flokks hér á landi.

 

„Grínin sem og flatirnar sjálfar koma ákaflega vel undan vetri og við hlökkum til að kynna kylfingum aðstöðuna,“ sagði Egill þegar aðeins nokkrir dagar voru til stefnu.