Golfvöllur Siglfirðinga opinn

Glænýr golfvöllur Siglufjarðar hefur nú verið opnaður þótt formleg opnun hans verði um mánaðamótin júní júlí. Völlurinn kom afar vel undan vetri. Það staðfestir vallarvörðurinn Egill Rögnvaldsson. Völlurinn sem hefur verið í áratug í undirbúningi og uppbyggingu, er fyrsta flokks hér á landi.

 

„Grínin sem og flatirnar sjálfar koma ákaflega vel undan vetri og við hlökkum til að kynna kylfingum aðstöðuna,“ sagði Egill þegar aðeins nokkrir dagar voru til stefnu.